Landssamtök um fagþróun frístundaheimila á Íslandi
Fagfrí er landssamtök frístundaheimila á Íslandi. Samtökin vinna að faglegri þróun, hagsmunagæslu og tengslamyndun frístundaheimila um allt land. Markmiðið er að styrkja fagstarf og stöðu frístundastarfs í samfélaginu.
Viðburðir Fagfrí
Fagfrí stendur fyrir fjarfundarröð fyrir forstöðufólk frístundaheimila um gæðaviðmið frístundaheimila. Fundirnir eru 8. október, 5. nóvember, 4. febrúar, 4. mars og 15. apríl milli 11:00-12:00. Á fundum er kveikja og umræður um gæðaviðmiðin í framkvæmd á vettvangi.
Fagfrí stóð fyrir fjarfundi fyrir stjórnendur og leiðtoga innan sveitarfélaga um lagaumhverfi frístundaheimila sumarið 2025. Fundurinn var vel sóttur og sköpuðust góðar umræður um kosti og galla núverandi lagaumhverfi frístundaheimila.